2-0 tap Keflavíkur gegn Mainz 11. ágúst 2005 00:01 Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira