Úthlutun standist ekki ákvæði 11. ágúst 2005 00:01 Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira