Úthlutun standist ekki ákvæði 11. ágúst 2005 00:01 Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira