Atkvæðagreiðsla um samninga kærð 10. ágúst 2005 00:01 Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira