Rokk stafrænu kynslóðarinnar? 8. ágúst 2005 00:01 Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar