Bankarnir bólgna út 3. ágúst 2005 00:01 Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar