Eigum við að vita þetta? 2. ágúst 2005 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er með 20 milljónir í laun á mánuði, Jón Ásgeir Jóhannesson níu milljónir, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 4,3 milljónir og Páll Magnússon 1,3 milljónir svo nokkur dæmi séu tekin úr nýútkomu tekjublaði Frjálsrar verslunar. Sömu menn virðast reyndar mun betri matvinnungar sé litið til DV þar sem tekjur þeirra eru sagðir 31 milljón á mánuði fyrir Róbert Wessmann, 14 milljónir á Jón Ásgeir, 6,4 milljónir hjá Gunnlaugi Sævari og rétt tæpar tvær milljónir króna hjá Páli Magnússyni. Mánaðamótin júlí-ágúst eru kannski tíminn þegar hjörtun eru græn en þau eru svo sannarlega tími umræðunnar um laun þekktra einstaklinga og skattakónga að ógleymdum spurningum um hvort launin séu komin út í öfgar. Rétt eins og menn velta fyrir sér tekjum manna hér og þar í þjóðfélaginu vakna alltaf spurningar um hvort þessar upplýsingar eigi að vera opinberar eða hvort þetta sé einkamál fólks sem það eigi að fá að hafa fyrir sig sjálft.Leynd vekur tortryggni Benedikt Jóhannesson, eigandi Heims sem gefur út Frjálsa verslun, hefur rökstutt að tekjur manna eigi að vera opinberar. Í pistli sem hann ritaði á vef Heims í fyrra rifjaði Benedikt upp þá tíma þegar þurfti að berja ársreikninga út úr fyrirtækjum og benti á hversu mikið ástandið hefði batnað með aukinni upplýsingagjöf, ekki síst þar sem tortryggnin yrði undan að láta. Hann tengdi þetta við upplýsingar um tekjur manna og ritaði:Það sama gildir um tekjur manna. Leynd yfir tekjum veldur tortryggni. Bankamaður einn sagði frá því í fyrra að hann hefði 600 þúsund á mánuði í laun. Hann hefur misminnt um nokkrar milljónir, en hvaða máli skiptir það hjá mönnum sem höndla með milljarða? Nú liggur það ljóst fyrir hver launin eru og engin ástæða til þess að fara úr jafnvægi við það. Það er miklu frekar ástæða til þess að gleðjast yfir því hve mörgum gengur vel. Það er hinum hvatning. Enda er algengasta mótbáran gegn tekjublaðinu frá forstjórum sem kvarta undan því að menn séu með það undir hendinni í launaviðtölum. Það er notkun á upplýsingum, ekki misnotkun.Ógeðfelld birting og ömurleg iðja Vefþjóðviljinn, sem tekur rétt manna til að hafa sína hluti út af fyrir sig svo alvarlega að hann gætir ávallt nafnleyndar, tekur annan pól í hæðina eins og sjá má má í pistli sem var settur inn á vefinn 30. júlí síðast liðinn. Þar var skammast út í fjölmiðla fyrir að birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta.Þessi ógeðfellda birting svo kallaðra „hákarlalista“ ætti vitaskuld að vera fyrir neðan virðingu annarra blaða en þeirra sem með umfjöllun sinni og efnistökum skilgreina sig sem sorprit. Þrátt fyrir það sér Morgunblaðið, sem alla jafna hefur þá sómatilfinningu að leyfa mönnum að hafa einkamál sín í friði, ástæðu til að birta þessa lista sem hið opinbera matar blaðið á. Stuttu síðar í sömu grein segir svo:Það er einhver blanda af hnýsni, öfund og öðrum lágum hvötum fólks sem fær það til að velta sér upp úr tekjum annarra, til dæmis með því að kaupa sérrit óvandaðra tímarita eða jafnvel með því að leggja leið sína á skattstofur landsins og fletta þar listum. Tæplega er hægt að hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að gramsa í slíkum einkamálum og furðu vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólíkindum er að ríkið skuli ýta undir þessar lægstu hvatir fólks og láta eins og eðlilegt sé að vera með nefið ofan í hvers manns koppi.Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun