Engin íhaldssemi hjá Strætó 27. júlí 2005 00:01 Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun