Hver verður næsti útvarpsstjóri? Guðmundur Magnússon skrifar 24. júlí 2005 00:01 Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar