Sport

Sir Alex á eftir markverði Stoke

Manchester United hafa gert 130 milljóna króna kauptilboð í varamarkvörð Stoke City, Ben Forster. Forster sem er 22 ára hefur enn ekki spilað leik með Stoke en markvarðarmál Stoke eru í öruggum höndum Steve Simonsen sem á sínum tíma var dýrasti markvörðurinn í enska boltanum. Ferguson sá fyrst til Forsters þegar hann lék með Wrexham, að láni frá Stoke, í úrslitum LDV Vans keppninnar eða framrúðukeppninnar eins og hún kallast hér landi. Þá lék Forster mjög vel í sigri Wrexhams á Southend en Sir Alex var á meðal heiðursgesta.  Önnur lið eru einnig sögð vera á eftir Forster en umboðsmaður markvarðarins sagði að nú væru málin í höndum forráðamanna Manchester United og Stoke City. United keypti í sumar Edwin van der Saar frá Fulham en búist er við að hann og Bandaríkjamaðurinn Tim Howard berjist um marvarðarstöðu liðsins og Forster sé hugsaður sem maður framtíðarinnar. Forster þykir hafa hinn fullkomna markvarðarvöxt, hávaxinn og með afrigðum hraustur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×