Handbolti

Gunnar tekur aftur við Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Magnússon snýr aftur á Ásvelli í sumar.
Gunnar Magnússon snýr aftur á Ásvelli í sumar. haukar

Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði Hauka í handbolta eftir tímabilið. Gunnar Magnússon tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.

Á dögunum var greint frá því að Gunnar myndi hætta sem þjálfari Aftureldingar eftir tímabilið. Stefán Árnason tekur við starfi hans.

Gunnar er nú kominn með nýtt starf en hann tekur við Haukum í sumar. Gunnar þekkir vel til hjá félaginu en hann þjálfaði karlaliðið á árunum 2015-20. Undir hans stjórn urðu Haukar Íslandsmeistarar 2016.

Gunnar er einn reyndasti þjálfari landsins en hann hefur einnig þjálfað karlalið Víkings, HK og ÍBV. Þá var hann lengi í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins.

Ásgeir Örn hefur stýrt Haukum frá því í nóvember 2022. Undir hans stjórn komst liðið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×