Hvert er fólk alltaf að ana? 12. júlí 2005 00:01 Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar