Þögnin um Fjármálaeftirlitið rofin 6. júlí 2005 00:01 Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar