Einn af tekjustólpum ríkisins? 30. júní 2005 00:01 Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar