Bláar stöðvar fyrir Íslendinga 27. júní 2005 00:01 Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun