Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? 19. júní 2005 00:01 Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira