Innlent

Sögu­leg stund

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi.

Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Við förum í bíltúr með lögreglumanni sem sinnir þessum verkefnum. Hann segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og vill að ráðamenn að opni augun.

Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Við hittum hana á Gljúfrasteini en hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu íslenskunnar.

Þá kíkjum við í Árbæjarkirkju þar sem safnað er fyrir nýrri lyftu með afar frumlegum hætti og í Sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleik íslenska landsliðsins gegn Úkraínu á morgun. Í Íslandi í dag hittum við nýjan formann Sambands ungra sjálfstæðismanna sem er harður hægrimaður og vill að flokkurinn leiti aftur í ræturnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×