Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? 19. júní 2005 00:01 Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent