Hvað með úkraínsku aðferðina? Magnús Halldórsson skrifar 14. júní 2005 00:01 Íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur því miður ekki gengið nógu vel í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Ísland er komið með fjögur stig eftir sjö leiki. Hefur einungis náð að landa sigri í heimaleik gegn Möltu. Það er lélegt. Og kannski það sem er verst, að þetta þarf hugsanlega ekki að vera svona lélegt. Lengi hefur verið talað um að við Íslendingar eigum ekki nógu góða leikmenn til þess að ná árangri. "Það er bara einn maður sem getur eitthvað í þessu liði," heyrist oft þegar landsliðið ber á góma og þá er vitanlega átt við Eið Smára Guðjohnsen. Ég spyr mig að því núna hvort það sé hugsanlega nóg að hafa einn góðan leikmann og svo tíu sæmilega, og kynni til leiks úkraínsku leiðina. Úkraína, þrátt fyrir að vera stórt land með mikla knattspyrnuhefð, á bara einn heimsklassa leikmann en það er sóknarmaðurinn Andriy Shvevchenko sem leikur með AC Milan. Hann er algjör lykilmaður hjá Úkraínu, sem nú, öllum að óvörum, trónir á toppi síns riðils með tuttugu og þrjú stig eftir níu leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hvernig fara Úkraínumenn að því að vera að gjörsigra riðilinn sinn í undankeppninni þrátt fyrir að þeir séu meðal annars með Evrópumeisturum Grikkja, léttleikandi liði Dana og þrælgóðu liði Tyrkja í riðli? Oleg Blokhin, gamla úkraínska knattspyrnuhetjan og þjálfari Úkraínumanna, segir árangurinn felast í tveimur einföldum hlutum. 1. Vörn 2. Shevchenko. "Við værum örugglega ekki á leiðinni á HM án Shevchenko. Við værum sennilega neðarlega því varnarleikur okkar og sókn miðast við hans getu," sagði Blokhin eftir frækilegan 0-1 sigur liðsins á Grikkjum þann 8. júní síðastliðinn, og það á heimavelli Evrópumeistaranna. Ég legg til að Logi Ólafs eða Ásgeir hringi í Oleg Blokhin og segi til dæmis: "Hear me mr. Blokhin, we've only got one world class player as well here in Iceland, but we still lose points to nations like Hungary and Malta, and we almost made a draw with Færeyjar. What can we do?" Ég er handviss um að Blokhin myndi gefa þeim góð svör sem snéru að því að styrkja varnarleikinn, svo Eiður Smári geti fengið meira svigrúm til þess að skapa hættu í sóknarleiknum. * Hann myndi fá hávaxna og góða skallamenn inn á miðsvæðið til þess að vinna skallaeinvígin, eins og hann gerir hjá úkraínu. * Hann myndi aldrei spila með þrjá menn í vörn á útivelli á móti Englandi ef hann væri að stjórna Íslendingum, eins og Logi og Ásgeir gerðu. Það myndi sennilega líða yfir hann ef þeir félagar segðu honum það. * Hann myndi ekki gefa mönnum frí fjórum dögum fyrir leik til svo þeir gætu stolist til þess að fá sér einn kaldan. * Hann myndi endurskoða aðeins valið. Spyrja sig að því hvers vegna ungir leikmenn verða betri en eldri og reyndari menn með því að spila erlendis í stuttan tíma, eins og landsliðsþjálfararnir virðast halda. Er hugsanlegt að leikmenn eins og Finnur Kolbeinsson, Heimir Guðjónsson og Gunnlaugur Jónsson, svo einhverjir séu nefndir, hefðu átt að spila fleiri landsleiki? * En umfram allt myndi hann spila varnarbolta, sem þó hefði það markmið að koma boltanum til Eiðs Smára eins fljótt og auðið er. Þetta gerir hann hjá Úkraínu með góðum árangri. Shevchenko skorar mörkin og Úkraína vinnur leikinn. Hjá Úkraínu snýst þetta um að verjast á tíu mönnum allan leikinn, vera með duglega kantmenn sem eru fljótir að hlaupa, vera fljótir að koma boltanum á Shevchenko og vona það besta. Við getum lært af aðferðum Blokhins. Hann gerir sér grein fyrir efniviðnum sem hann er með. Líkt og í tilfelli okkar Íslendinga er bara einn heimsklassaleikmaður í liðinu. Ég held því að það sé best að nota leikmenn í íslenska landsliðinu sem eru líklegir til þess að styðja vel við bakið á Eiði Smára Guðjohnsen, með dugnaði og ákafa. Ekki vera að reyna hluti sem liðið ræður ekki við, bara að koma boltanum á Eið og vona það besta. Það gengur hjá Úkraínu.Magnús Halldórsson -magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur því miður ekki gengið nógu vel í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Ísland er komið með fjögur stig eftir sjö leiki. Hefur einungis náð að landa sigri í heimaleik gegn Möltu. Það er lélegt. Og kannski það sem er verst, að þetta þarf hugsanlega ekki að vera svona lélegt. Lengi hefur verið talað um að við Íslendingar eigum ekki nógu góða leikmenn til þess að ná árangri. "Það er bara einn maður sem getur eitthvað í þessu liði," heyrist oft þegar landsliðið ber á góma og þá er vitanlega átt við Eið Smára Guðjohnsen. Ég spyr mig að því núna hvort það sé hugsanlega nóg að hafa einn góðan leikmann og svo tíu sæmilega, og kynni til leiks úkraínsku leiðina. Úkraína, þrátt fyrir að vera stórt land með mikla knattspyrnuhefð, á bara einn heimsklassa leikmann en það er sóknarmaðurinn Andriy Shvevchenko sem leikur með AC Milan. Hann er algjör lykilmaður hjá Úkraínu, sem nú, öllum að óvörum, trónir á toppi síns riðils með tuttugu og þrjú stig eftir níu leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hvernig fara Úkraínumenn að því að vera að gjörsigra riðilinn sinn í undankeppninni þrátt fyrir að þeir séu meðal annars með Evrópumeisturum Grikkja, léttleikandi liði Dana og þrælgóðu liði Tyrkja í riðli? Oleg Blokhin, gamla úkraínska knattspyrnuhetjan og þjálfari Úkraínumanna, segir árangurinn felast í tveimur einföldum hlutum. 1. Vörn 2. Shevchenko. "Við værum örugglega ekki á leiðinni á HM án Shevchenko. Við værum sennilega neðarlega því varnarleikur okkar og sókn miðast við hans getu," sagði Blokhin eftir frækilegan 0-1 sigur liðsins á Grikkjum þann 8. júní síðastliðinn, og það á heimavelli Evrópumeistaranna. Ég legg til að Logi Ólafs eða Ásgeir hringi í Oleg Blokhin og segi til dæmis: "Hear me mr. Blokhin, we've only got one world class player as well here in Iceland, but we still lose points to nations like Hungary and Malta, and we almost made a draw with Færeyjar. What can we do?" Ég er handviss um að Blokhin myndi gefa þeim góð svör sem snéru að því að styrkja varnarleikinn, svo Eiður Smári geti fengið meira svigrúm til þess að skapa hættu í sóknarleiknum. * Hann myndi fá hávaxna og góða skallamenn inn á miðsvæðið til þess að vinna skallaeinvígin, eins og hann gerir hjá úkraínu. * Hann myndi aldrei spila með þrjá menn í vörn á útivelli á móti Englandi ef hann væri að stjórna Íslendingum, eins og Logi og Ásgeir gerðu. Það myndi sennilega líða yfir hann ef þeir félagar segðu honum það. * Hann myndi ekki gefa mönnum frí fjórum dögum fyrir leik til svo þeir gætu stolist til þess að fá sér einn kaldan. * Hann myndi endurskoða aðeins valið. Spyrja sig að því hvers vegna ungir leikmenn verða betri en eldri og reyndari menn með því að spila erlendis í stuttan tíma, eins og landsliðsþjálfararnir virðast halda. Er hugsanlegt að leikmenn eins og Finnur Kolbeinsson, Heimir Guðjónsson og Gunnlaugur Jónsson, svo einhverjir séu nefndir, hefðu átt að spila fleiri landsleiki? * En umfram allt myndi hann spila varnarbolta, sem þó hefði það markmið að koma boltanum til Eiðs Smára eins fljótt og auðið er. Þetta gerir hann hjá Úkraínu með góðum árangri. Shevchenko skorar mörkin og Úkraína vinnur leikinn. Hjá Úkraínu snýst þetta um að verjast á tíu mönnum allan leikinn, vera með duglega kantmenn sem eru fljótir að hlaupa, vera fljótir að koma boltanum á Shevchenko og vona það besta. Við getum lært af aðferðum Blokhins. Hann gerir sér grein fyrir efniviðnum sem hann er með. Líkt og í tilfelli okkar Íslendinga er bara einn heimsklassaleikmaður í liðinu. Ég held því að það sé best að nota leikmenn í íslenska landsliðinu sem eru líklegir til þess að styðja vel við bakið á Eiði Smára Guðjohnsen, með dugnaði og ákafa. Ekki vera að reyna hluti sem liðið ræður ekki við, bara að koma boltanum á Eið og vona það besta. Það gengur hjá Úkraínu.Magnús Halldórsson -magnush@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun