Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra 8. júní 2005 00:01 Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira