Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra 8. júní 2005 00:01 Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira