Í skólanum er skemmtilegt að vera 1. júní 2005 00:01 Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar