Phoenix 0 - San Antonio 2 25. maí 2005 00:01 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira