Miami 4 - Washington 0 15. maí 2005 00:01 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira
Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira