Phoenix 4 - Memphis 0 2. maí 2005 00:01 Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf. Margir höfðu efast um að lið Phoenix myndi ná að halda sömu leikaðferð í úrslitakeppninni og gerði þeim kleift að ná besta árangri allra liða á tímabilinu. Annað hefur þó komið á daginn og Suns virðast til alls líklegir, eftir að hafa sópað liði Memphis út úr keppni, 4-0. Það byrjunarlið Phoenix sem kafsgldi Memphis í nótt, eins og venjan hefur verið í seríunni fram að þessu, en aðeins Jimmy Jackson lét til sín taka af varamönnum liðsins. Það er ljóst að breiddin er ekki mikil hjá liðinu, en Suns hafa einfaldlega á að skipa besta sóknarbyrjunarliði í deildinni og það hefur nægt þeim fram að þessu. "Við vitum að við verðum að sanna það fyrir okkur sjálfum að við getum unnið leiki í úrslitakeppninni með þessum leikstíl okkar og ég held að þessi sería hafi styrkt okkur í þeirri trú. Við erum bestir þegar við erum króaðir af úti í horni, sérstaklega varnarlega," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem lék mjög vel í nótt. "Ég vildi bara að strákarnir berðust til síðasta manns og þeir gerðu það. Það var bara ekki nóg gegn þessu liði," sagði Mike Fratello, þjálfari Memphis. Phoenix skoraði liða mest á tímabilinu, eða 110 stig að meðaltali í leik, en þeir bættu um betur í þessari seríu og skoruðu 113 stig að meðaltali í leikjunum fjórum við Memphis. "Ég hef aldrei leikið á móti öðru eins stórskotaliði í úrslitakeppni," sagði Lorenzen Wright, miðherji Memphis. Phoenix mætir sigurvegaranum úr rimmu Dallas og Houston í næstu umferð. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Joe Johnson 25 stig, Steve Nash 24 stig (9 stoðs), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Jimmy Jackson 19 stig, Amare Stoudemire 18 stig (7 frák, 5 varin), Quentin Richardson 14 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Pau Gasol 28 stig, Jason Williams 20 stig (8 stoðs), Dahntay Jones 14 stig, Mike Miller 13 stig, Stromile Swift 13 stig, James Posey 12 stig, Earl Watson 11 stig.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira