Skattaumhverfi gæti orðið betra 26. apríl 2005 00:01 Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira