Hvenær er fyrsti maí? 20. apríl 2005 00:01 Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar