Fagna lægra verði á tímaritum 16. apríl 2005 00:01 Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar. Neytendur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar.
Neytendur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira