Þúsundir þjást af fótaóeirð 15. apríl 2005 00:01 Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira