Þúsundir þjást af fótaóeirð 15. apríl 2005 00:01 Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira