Enn hamlað gegn hagræðingu 12. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun