Kona sem lifði af 12. apríl 2005 00:01 "Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
"Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“