Kona sem lifði af 12. apríl 2005 00:01 "Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
"Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira