Kona sem lifði af 12. apríl 2005 00:01 "Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
"Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira