Faria hefur ekkert að fela 11. apríl 2005 00:01 Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira