Stjórnvöld samþykki dagskrárstefnu 13. október 2005 19:01 Fjölmiðlanefnd leggur til að ljósvakamiðlum verði gert að fá samþykki opinbers stjórnvalds fyrir dagskrárstefnu sinni og að slíkt samþykki verði skilyrði leyfisveitingar. Stjórnarformaður Og Vodafone kallar þetta „yfir-ritstjórn“ ríkisins og efast um að það standist prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar var lýst sem sögulegri sáttagjörð í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fulltrúar allrar flokka á Alþingi sameinuðust þar um tillögur sem þeir vilja setja í lög á næsta þingi, meðal annars tillögu sem Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Og Vodafone, sem á meðal annars Stöð 2 og Bylgjuna, segir fela í sér „yfir-ritstjórn“ ríkisins á dagskrárefni ljósvakamiðla. Hann vísar þess að fjölmiðlanefndin gerir það að tillögu sinni að það verði skilyrði leyfisveitingar til útvarpsrekstrar að dagskrárstefna liggi fyrir og samþykkja þurfi meiriháttar breytingar á henni. Hann segir enga þörf á því og hugsanlega sé verið að ganga gegn prentfrelsisákvæðum. „Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá nefndinni að hafa sett þetta inn,“ segir Skarphéðinn. Fjölmiðlanefndin leggur einnig til að eignarhald verði takmarkað þannig að enginn megi eiga meira en 25 prósent í fjölmiðli sem náð hefur ákveðinni útbreiðslu. Skarphéðinn segist geta lifað við það, enda hafi stærsti hluthafi Og Vodafone gert þetta að tillögu sinni til sáttaráttar fyrir tæpu ári og ekkert hafi breyst í því. Það sé hins vegar spurning hvort í skrá almenningshlutafélaga ætti þetta ekki að fara með hámarkseign þar, sem sé verið að færa niður í 30%. „Okkar félag er skráð almenningshlutafélag og verður það áfram. Það væri ágætt að það væru þá hinar almennu reglur Kauphallarinnar sem giltu,“ segir Skarphéðinn. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fjölmiðlanefnd leggur til að ljósvakamiðlum verði gert að fá samþykki opinbers stjórnvalds fyrir dagskrárstefnu sinni og að slíkt samþykki verði skilyrði leyfisveitingar. Stjórnarformaður Og Vodafone kallar þetta „yfir-ritstjórn“ ríkisins og efast um að það standist prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar var lýst sem sögulegri sáttagjörð í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fulltrúar allrar flokka á Alþingi sameinuðust þar um tillögur sem þeir vilja setja í lög á næsta þingi, meðal annars tillögu sem Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Og Vodafone, sem á meðal annars Stöð 2 og Bylgjuna, segir fela í sér „yfir-ritstjórn“ ríkisins á dagskrárefni ljósvakamiðla. Hann vísar þess að fjölmiðlanefndin gerir það að tillögu sinni að það verði skilyrði leyfisveitingar til útvarpsrekstrar að dagskrárstefna liggi fyrir og samþykkja þurfi meiriháttar breytingar á henni. Hann segir enga þörf á því og hugsanlega sé verið að ganga gegn prentfrelsisákvæðum. „Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá nefndinni að hafa sett þetta inn,“ segir Skarphéðinn. Fjölmiðlanefndin leggur einnig til að eignarhald verði takmarkað þannig að enginn megi eiga meira en 25 prósent í fjölmiðli sem náð hefur ákveðinni útbreiðslu. Skarphéðinn segist geta lifað við það, enda hafi stærsti hluthafi Og Vodafone gert þetta að tillögu sinni til sáttaráttar fyrir tæpu ári og ekkert hafi breyst í því. Það sé hins vegar spurning hvort í skrá almenningshlutafélaga ætti þetta ekki að fara með hámarkseign þar, sem sé verið að færa niður í 30%. „Okkar félag er skráð almenningshlutafélag og verður það áfram. Það væri ágætt að það væru þá hinar almennu reglur Kauphallarinnar sem giltu,“ segir Skarphéðinn.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira