Endurskoða þarf 24 ára reglu Toshiki Toma skrifar 13. október 2005 19:01 Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar