Endurskoða þarf 24 ára reglu Toshiki Toma skrifar 13. október 2005 19:01 Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun