Skortir allt hugrekki í íslenska dagskrárgerð? Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar