Skortir allt hugrekki í íslenska dagskrárgerð? Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun