Hver má kaupa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. apríl 2005 00:01 Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun