Bitnar á börnum og unglingum 30. mars 2005 00:01 Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Bandarísk könnun hefur leitt í ljós nýlega að 20 prósent heimilistölva hafa smitast af veiru eða ormi og notendur hafa hlaðið inn auglýsingagluggum og njósnabúnaði í 80 prósent heimilistölva án þess að gera sér grein fyrir. Börn og unglingar eru veikust fyrir. Kristinn Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, segir að njósnabúnaðurinn geti verið allt frá dúsum sem skrá nethegðun notenda og veita upplýsingar um hana upp í forrit sem skrá það sem slegið er inn á lyklaborðið, til dæmis leyniorð, og senda til óprúttinna aðila. "Þótt 85% tölvanna hafi verið með veiruvarnarbúnað uppsettan voru 67% tölvanna ekki með nýjustu uppfærslurnar frá veiruvarnarframleiðandanum og gátu því ekki varist nýjustu tölvuveirunum. Heil 67% notenda eru svo ekki með eldvegg samkvæmt könnuninni, en slíkur búnaður getur hindrað utanaðkomandi aðgang að tölvum," segir hann. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá netfyrirtækinu Snerpu, kannast við þetta vandamál og segir að netnotandinn sé oft plataður til að sækja hugbúnað og setja upp. "Við ráðleggjum fólki að setja aldrei upp neinn hugbúnað sem það þekkir ekki," segir hann. Björn lumar á ýmsum ráðum. Hann mælir til dæmis með því að keyra reglulega sænska forritið Ad-aware, sem er svipað og veiruvarnaforrit og hægt að fá ókeypis á Netinu, setja upp millifærslulykilorð eins og hægt er að fá í netbönkum og nota annað póstforrit en Outlook, til dæmis Thunderbird. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Bandarísk könnun hefur leitt í ljós nýlega að 20 prósent heimilistölva hafa smitast af veiru eða ormi og notendur hafa hlaðið inn auglýsingagluggum og njósnabúnaði í 80 prósent heimilistölva án þess að gera sér grein fyrir. Börn og unglingar eru veikust fyrir. Kristinn Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, segir að njósnabúnaðurinn geti verið allt frá dúsum sem skrá nethegðun notenda og veita upplýsingar um hana upp í forrit sem skrá það sem slegið er inn á lyklaborðið, til dæmis leyniorð, og senda til óprúttinna aðila. "Þótt 85% tölvanna hafi verið með veiruvarnarbúnað uppsettan voru 67% tölvanna ekki með nýjustu uppfærslurnar frá veiruvarnarframleiðandanum og gátu því ekki varist nýjustu tölvuveirunum. Heil 67% notenda eru svo ekki með eldvegg samkvæmt könnuninni, en slíkur búnaður getur hindrað utanaðkomandi aðgang að tölvum," segir hann. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá netfyrirtækinu Snerpu, kannast við þetta vandamál og segir að netnotandinn sé oft plataður til að sækja hugbúnað og setja upp. "Við ráðleggjum fólki að setja aldrei upp neinn hugbúnað sem það þekkir ekki," segir hann. Björn lumar á ýmsum ráðum. Hann mælir til dæmis með því að keyra reglulega sænska forritið Ad-aware, sem er svipað og veiruvarnaforrit og hægt að fá ókeypis á Netinu, setja upp millifærslulykilorð eins og hægt er að fá í netbönkum og nota annað póstforrit en Outlook, til dæmis Thunderbird.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira