Dómur í Skeljungsráninu þyngdur 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Þegar tvær starfskonur Skeljungs komu með peningasendingu að Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995 var önnur þeirra slegin í höfuðið með slökkvitæki og peningatöskurnar hrifsaðar af þeim. Í þeim var jafnvirði sex milljóna króna. Ræningjarnir voru tveir en komust brott á bíl sem þriðji maðurinn ók. Bílnum hafði verið stolið og fannst hann skömmu síðar í innkeyrslu á Ásvallagötu. Þá fannst fatnaður ræningjanna og brunnar peningatöskur í Hvalfirði. Mennirnir fundust ekki og árin liðu. Árið 2002 gaf svo fyrrverandi sambýliskona eins þeirra, Stefáns Sigmundssonar, sig fram við lögreglu og sagði að hann hefði á sínum tíma viðurkennt fyrir sér að hafa framið ránið. Hann játaði við yfirheyrslur hjá lögreglu aðild sína að málinu í apríl á síðasta ári en fyrir dómi neitaði hann. En héraðsdómur taldi framburð sambýliskonu hans fyrrverandi og annarra vitna trúverðugan en framgöngu Stefáns fyrir dómi ekki trúverðuga og óhætt að byggja á játningu hans fyrir lögreglu. Þegar refsing var ákveðin í Héraðsdómi var tekið tillit til þess að langt er frá því að brotið var framið en Hæstiréttur þyngdi svo dóminn í tvö og hálft ár í morgun. Lögum hefur ekki verið komið yfir hina mennina tvo sem voru í félagi við Stefán. Annar þeirra er nú látinn en ekki hefur tekist að staðfesta grunsemdir varðandi þann þriðja.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira