Auglýsingar ýta undir átraskanir 17. mars 2005 00:01 Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Auglýsingaiðnaðurinn ýtir undir átraskanir, að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Embættið hefur starfað að úrlausnum þessa vaxandi vanda ásamt starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og fleirum á heilbrigðissviði. Fram hefur komið að um 60 nýjar beiðnir vegna átröskunar hafa borist til geðsviðs LSH á undanförnum árum. Á síðasta ári tvöfaldaðist tala þeirra barna sem greindust með þennan sjúkdóm á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á síðasta ári bættust að minnsta kosti 90 átröskunarsjúklingar í þann hóp sem fyrir var á geðdeildum LSH. Gera má ráð fyrir að hópur fólks hafi einnig leitað til heilsugæslustöðva, sálfræðinga og annarra fagaðila vegna átraskana. Í vikunni var ný göngudeild fyrir þennan sjúklingahóp tekin í notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt upplýsingum frá Eydísi Sveinbjarnardóttur vantar 16 til 18 milljónir króna til að hægt sé að keyra þjónustuna þar eins og hægt er með því sérmenntaða fagfólki sem er á spítalanum. "Það er enginn vafi á því að það skelfilega og vaxandi vandamál sem átröskun er tengist samfélagsbreytingum nútímans," segir landlæknir. "Ég er sannfærður um að hluti af vandanum er þessi sterka ímynd auglýsingaiðnaðarins, snyrtivöruiðnaðarins og skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur sérstaklega, en einnig á einstaka drengi. Séu ákveðin geðlagseinkenni fyrir hendi er fólk móttækilegra fyrir sterkum áhrifum eins og eru látin dynja yfir okkur allan daginn. Sumir einstaklingar í samfélaginu hafa minni varnir en fjöldinn og fara yfir í átröskun. Þetta er ekki sjálfskaparvíti eins eða neins. Þetta er geðröskun." Sigurður segir að byggja þurfi upp þverfaglega þjónustu. Hún þurfi að beinast fyrst og fremst að fræðslu til umhverfisins, aðstandenda, sjúklinga, meðferð á göngudeild og dagdeild. Jafnframt þurfi að vera fyrir hendi aðgangur að sjúkrahúslegu, annað hvort á geðdeild eða jafnvel lyfjadeild. Þörf á því að leggja átröskunarsjúklinga inn á sjúkrahús sé yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt að sinna á göngudeildum og dagdeildum. Efla þurfi þjónustuna við þá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun nýju göngudeildarinnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira