Uppsögn EES-samningsins skoðuð 15. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira