Börnum með átröskun fjölgar 14. mars 2005 00:01 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira