Ekki má halla á einstaka hópa 2. mars 2005 00:01 MYND/E.Ól Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Frá 1. maí árið 2006 hækka lægstu laun aðildarfélaga BHM upp í 200 þúsund krónur, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerður hefur verið við ríkið, og gildir til 30. apríl árið 2008. Áfangahækkanir sem samið var um eru þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en ríkið metur heildar kostnaðaraukninguna á 19,83%. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, bendir á að þegar verðbólga fari af stað þá sé eðlilegt að endurskoða samninga. Hann segir að ef í ljós komi að meira verði til skiptanna en Alþýðusambandið gerði ráð fyrir við gerð almennra kjarasamninga, þá sé rétt að endurskoða samninga og tryggja að félagsmenn fái hlutdeild í því. Kostnaðarlega liggur þessi samningur hærra en almennu samingar ASÍ frá því í fyrravor en á því kunna að vera þær skýringar að verðbólga er snöggtum meiri núna og gert var ráð fyrir á samingstímabilinu að sögn Gylfa. Það geti gert að verkum að kaupmáttarmarkmið þeirra samninga hafi ekki verið að nást og kann að skýra það að menn taki tillit til þess í nýjum samingum. Aðalatriðið í þessu er að ekki halli mikið á einstaka hópa að sögn Gylfa og bætir við að samkvæmt forsendum ASÍ hafi verið gert ráð fyrir að kaupmáttur launafólks myndi hækka jöfnum skrefum á samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að kostnaður ríkisins vegna samninga Bandalags háskólamanna sé töluvert meiri en samið hafi verið um á almennum vinnumarkaði. Hann segir að tryggja verði að ekki halli á einstaka hópa. Frá 1. maí árið 2006 hækka lægstu laun aðildarfélaga BHM upp í 200 þúsund krónur, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerður hefur verið við ríkið, og gildir til 30. apríl árið 2008. Áfangahækkanir sem samið var um eru þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði en ríkið metur heildar kostnaðaraukninguna á 19,83%. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, bendir á að þegar verðbólga fari af stað þá sé eðlilegt að endurskoða samninga. Hann segir að ef í ljós komi að meira verði til skiptanna en Alþýðusambandið gerði ráð fyrir við gerð almennra kjarasamninga, þá sé rétt að endurskoða samninga og tryggja að félagsmenn fái hlutdeild í því. Kostnaðarlega liggur þessi samningur hærra en almennu samingar ASÍ frá því í fyrravor en á því kunna að vera þær skýringar að verðbólga er snöggtum meiri núna og gert var ráð fyrir á samingstímabilinu að sögn Gylfa. Það geti gert að verkum að kaupmáttarmarkmið þeirra samninga hafi ekki verið að nást og kann að skýra það að menn taki tillit til þess í nýjum samingum. Aðalatriðið í þessu er að ekki halli mikið á einstaka hópa að sögn Gylfa og bætir við að samkvæmt forsendum ASÍ hafi verið gert ráð fyrir að kaupmáttur launafólks myndi hækka jöfnum skrefum á samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira