Kátir með aukna samkeppni 26. febrúar 2005 00:01 Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11 Neytendur Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11
Neytendur Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira