Öryrkjar heyri undir félagsmál 25. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira