Eru söfnin of uppskrúfuð? 23. febrúar 2005 00:01 Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Sem unnandi nútímalistar hefur það oftar en ekki komið mér á óvart hversu fáir það eru í raun sem njóta hennar, og spyr því hvað veldur. Eftir óvísindalega skoðanakönnun meðal fólks í kringum mig komst ég að því að mörgum þykir hún óskiljanleg og óttalegt bull, listamennirnir setji sig á háan stall og tali eitthvað sem enginn skilur. Algengasta svarið var að fólki finnist eins og listin tæki sig svo hátíðlega og ætti að vera svo merkileg að það væri ekkert fyrir venjulega manneskju að skilja hana og fólk þyrfti helst prófgráður í listum og listasögu til að geta notið hennar. Algengast er að fólk nálgist nútímalist í gegnum söfnin og þá er ég aðallega að tala um myndlist. Í þessari óformlegu könnun minni komst ég nefnilega að því að mörgum þykja söfnin of uppskrúfuð til þess að áhugi sé á að sækja þau sér til gagns og gamans, og fannst áhugavert að velta þeirri spurningu upp hvort það hafi eitthvað að segja hvað varðar almennt áhugaleysi almennings á nútímalist. Ég veit vel að það er fjöldi fólks sem fer á söfn og í gallerý og skoðar list af miklum áhuga. Fyrirbæri eins og Kling & Bang hafa hleypt miklu grósku í hlutina og margt spennandi að gerast, en það er ekki beint hægt að segja að meirihluti fólks sé að kynna sér þessa list. Ég er sannfærð um það að nánast hver einasta manneskja sem komin er yfir 16 ára aldurinn getur nefnt um fimm nöfn á kvikmyndastjörnum á nokkrum sekúndum en gæti varla stunið upp einu nafni á núlifandi myndlistarmanni eða konu. Listin er vissulega erfið og ekki hlaupið að því að skilja hana, því hún er eins og þraut og verkefnið er að leggja það á sig myndast við að skilja hana fordómalaust. Og á meðan í okkur blundar mannlegur áhugi á manneskjunni ætti listin að vekja áhuga hjá mun fleirum en hún gerir í dag, því listinni er ekkert óviðkomandi og hún er ekki yfir neitt eða neinn hafinn. Allir hafa skoðun á nútímalist og það er einmitt það sem gerir hana spennandi, hún vekur upp spurningar, tilfinningar og ýtir við fólki. Þess vegna finnst mér það vera hlutverk safnsins að færa mann nær listinni og gera hana aðgengilega en ekki ýta fólki frá. Andrúmsloftið á safninu skiptir öllu máli og að safnið taki vel á móti manni. Á Laugaveginum er starfandi listasafn í einkaeign sem heitir því einfalda nafni Safn og er sennilega besta safn landsins. Fyrir það fyrsta eru munirnir á safninu einstakir, sýningarnar uppsettar af mikilli fagmennsku og einlægni, og þess helsti kostur er ef til vill sá að gestum safnins líður eins og heima hjá sér. Gestunum er gert kleift að njóta listaverkanna í nálægð, og starfsmaður safnsins ber virðingu fyrir gestinum og leyfir honum að njóta safnsins í friði. Það eru að sjálfsögðu eftirlitsmyndavélar út um allt en án þess að nokkur taki eftir þeim. Sá sem horfir á gestinn er því algerlega ósýnilegur og truflar á engan hátt. Um þessar mundir er þar verk eftir Jóhann Jóhannsson tónlistarmann sem tekur um klukkutíma og leggur hann til í sýningaskránni að fólk tylli sér niður og gefi sér tíma til að njóta þess. Hann segir jafnframt: "Í raun er listasafn einn af fáum opinberum stöðum þar sem fólk getur íhugað í næði, hugleitt og virt hlutina gaumgæfilega fyrir sér, ekki ósvipað því sem fólk gerir í kirkjum." En til þess að það gangi vel þarf manni að líða að maður sé velkominn á safnið. Til þess að fá þetta næði þarf frið, en ekki endilega eins frið og maður sækir sér á bókasafn þar sem allir þegja af því að allir þurfa að einbeita sér við lesturinn. Maður þarf kannski ekki svo mikið að einbeita sér við að stara á listaverkið heldur að hafa frið til að íhuga það og týnast jafnvel í því litla stund. Það er hægt að vera í friði og íhugun þó það sé fólk að tala, þó það sé fólk að teikna, þó það sé fólk sem stendur við hlið manns og starir á sama listaverkið og maður sjálfur. Sá sem gleymir sér í íhugun þarf ekki endilega þögn, heldur einfaldlega fá að vera í friði. Virðing safnsins fyrir gestunum og virðing gestanna fyrir hvorum öðrum skiptir því sköpum. Hinsvegar snýst virðing safnanna oft um listaverkin sjálf og svo mikið er verið að passa upp á þau og upphefja að venjulega manneskjan sem bregður sér inn á safnið er nánast fyrir, og maður fær á tilfinninguna að næst þega tortryggni safnavörðurinn kíkir á manna að maður ætti bara að fara að koma sér út. Söfnin geta nefnilega verið uppskrúfuð vegna þess að þau meta listaverkin meira en gestinn sem kemur að líta á þau og kemur þannig í veg fyrir að samtal milli listaverks á áhorfanda eigi sér stað. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun