
Formenn flokka segja af sér
Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni.
Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel.
Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu.
Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega.
Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga.
Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu.
Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.
Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar