Iceland fái ekki einkaleyfi 7. febrúar 2005 00:01 Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“ Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira