Fjórðu hverri fyrirspurn ósvarað 1. febrúar 2005 00:01 Fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi er enn ósvarað. Lög kveða engu að síður á um að þeir skuli svara fyrirspurnum í síðasta lagi rúmri viku eftir að fyrirspurn er beint til þeirra. Forseti Alþingis segir að stöðugt sé reynt að leysa vandann. Ráðherrum ríkisstjórnarinnar bárust 226 fyrirspurnir á Alþingi á tímabilinu og eru þá ekki taldar með nokkrar sem síðar voru afturkallaðar. Af þessum 226 fyrirspurnum hafa þeir svarað 169 en 57 er enn ósvarað, eða fjórðungi allra fyrirspurna. Í lögum um þingsköp kemur fram að fyrirspurn skuli ekki tekin á dagskrá síðar en átta dögum eftir að henni var útbýtt og ekki síðar en 10 dögum ef óskað var eftir skriflegu svari. Það má því ráða af þessum heimtum á svörum við fyrirspurnum að ekki sé staðið við þessi ákvæði þingskaparlaga. Ráðherrarnir standa sig mjög misjafnlega í að svara fyrirspurnum. Verstar eru heimturnar hjá Davíð Oddssyni utanríkisráðherra. Honum bárust 8 fyrirspurnir á haustþingi og hann svaraði einungis fjórum. Til þess ber þó að líta að hann hefur átt við alvarleg veikindi að stríða. Næstflestar ósvaraðar fyrirspurnir liggja hjá Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra, eða 37 prósent. Forsætisráðherra hefur ekki svarað þriðjungi þeirra sem honum hafa borist, umhverfisráðherra hefur ekki svarað 32 prósentum fyrirspurna, landbúnaðarráðherra 29 prósentum og dómsmálaráðherra 26 prósentum. Menntamálaráðherra hefur ekki svarað einum fjórða þeirra fyrirspurna sem til hans hefur verið beint og viðskipta- og iðnaðarráðherra er á svipuðum slóðum. Samgönguráðherra á enn eftir að svara fimmtu hverri fyrirspurn sem hann fékk í fyrrahaust og félagsmálaráðherra hefur ekki svarað 18 prósentum fyrirspurna. Fjármálaráðherra hefur ekki svarað 17 prósentum en dúxinn í ríkisstjórninni er sjávarútvegsráðherra. Hann svaraði hverri einustu fyrirspurn sem hann fékk í fyrrahaust. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að málið sé reglulega á dagskrá forsætisnefndar og að á morgun verði byrjað á hádegi að svara fyrirspurnum en ekki klukkan hálfeitt eins og venja er á miðvikudögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Fjórðu hverri fyrirspurn sem beint var til ráðherra ríkisstjórnarinnar á haustþingi er enn ósvarað. Lög kveða engu að síður á um að þeir skuli svara fyrirspurnum í síðasta lagi rúmri viku eftir að fyrirspurn er beint til þeirra. Forseti Alþingis segir að stöðugt sé reynt að leysa vandann. Ráðherrum ríkisstjórnarinnar bárust 226 fyrirspurnir á Alþingi á tímabilinu og eru þá ekki taldar með nokkrar sem síðar voru afturkallaðar. Af þessum 226 fyrirspurnum hafa þeir svarað 169 en 57 er enn ósvarað, eða fjórðungi allra fyrirspurna. Í lögum um þingsköp kemur fram að fyrirspurn skuli ekki tekin á dagskrá síðar en átta dögum eftir að henni var útbýtt og ekki síðar en 10 dögum ef óskað var eftir skriflegu svari. Það má því ráða af þessum heimtum á svörum við fyrirspurnum að ekki sé staðið við þessi ákvæði þingskaparlaga. Ráðherrarnir standa sig mjög misjafnlega í að svara fyrirspurnum. Verstar eru heimturnar hjá Davíð Oddssyni utanríkisráðherra. Honum bárust 8 fyrirspurnir á haustþingi og hann svaraði einungis fjórum. Til þess ber þó að líta að hann hefur átt við alvarleg veikindi að stríða. Næstflestar ósvaraðar fyrirspurnir liggja hjá Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra, eða 37 prósent. Forsætisráðherra hefur ekki svarað þriðjungi þeirra sem honum hafa borist, umhverfisráðherra hefur ekki svarað 32 prósentum fyrirspurna, landbúnaðarráðherra 29 prósentum og dómsmálaráðherra 26 prósentum. Menntamálaráðherra hefur ekki svarað einum fjórða þeirra fyrirspurna sem til hans hefur verið beint og viðskipta- og iðnaðarráðherra er á svipuðum slóðum. Samgönguráðherra á enn eftir að svara fimmtu hverri fyrirspurn sem hann fékk í fyrrahaust og félagsmálaráðherra hefur ekki svarað 18 prósentum fyrirspurna. Fjármálaráðherra hefur ekki svarað 17 prósentum en dúxinn í ríkisstjórninni er sjávarútvegsráðherra. Hann svaraði hverri einustu fyrirspurn sem hann fékk í fyrrahaust. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að málið sé reglulega á dagskrá forsætisnefndar og að á morgun verði byrjað á hádegi að svara fyrirspurnum en ekki klukkan hálfeitt eins og venja er á miðvikudögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira